Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Þorvarðsson

(– – 27. dec. 1789)

Prestur.

Foreldrar: Þorvarður lögréttumaður Einarsson í Brautarholti og f. k. Agatha Halldórsdóttir á Möðruvöllum í Kjós, Þórðarsonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1737, stúdent 13. júní 1740, var um tíma í þjónustu Sigurðar sýslumanns eldra Sigurðssonar í Saurbæ, varð djákn í Viðey 1744, vígðist 19. júní 1746 aðstoðarprestur síra Gísla Sigurðssonar í Seltjarnarnesþingum, fekk Lund 1769, sagði þar af sér 2. okt. 1789 frá næstu fardögum, en andaðist áður en hann fengi lausn. Virðist hafa verið talinn lítill kennimaður af yfirboðurum sínum, enda drykkfelldur og misjafnlega kynntur, var sektaður 9. nóv. 1785 af Hannesi byskupi fyrir hirðuleysi í barnafræðslu.

Kona: Vilborg Gísladóttir prests í Setjarnarnesþingum, Sigurðssonar. Dætur þeirra: Þóra átti fyrst Þórodd Þórðarson, síðan Odd Bjarnason, síðast Davíð lögréttumann á Fitjum Björnsson (lögm., Markússonar), Magdalena átti Torfa Þorsteinsson að Reykjum í Lundarreykjadal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.