Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Þorvaldsson

(1. júní 1850–2. apr. 1915)

Stúdent, kaupmaður,

Foreldrar: Síra Þorvaldur Böðvarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kona hans Sigríður Snæbjarnardóttir prests að Ofanleiti. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent utanskóla 1871, með 2. eink. (43 st.). Var í Víðidalsungu 1 vetur eða svo og kenndi þar börnum. Gerðist síðan kaupmaður á Skipaskaga, fluttist til Rv. 1900 og dvaldist þar til æviloka, vann þar að skriftum.

Kona (1875): Guðrún Teitsdóttir gullsmiðs, Magnússonar Bergmanns. Dætur þeirra: Sigríður átti Þórarin málara Þorláksson, Ingileif átti Dr. Jón prófessor Aðils (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.