Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Torfason

(– – 1666)

Lögréttumaður á Kirkjubóli í Langadal.

Foreldrar: Síra Torfi Snæbjarnarson á Kirkjubóli og kona hans Helga Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Einarssonar. Eftir hann er pr. á dönsku stuttur og ómerkur hirðstjóraannáll („En sandfærdig Annal“), Kh. 1656.

Kona: Helga Eggertsdóttir á Sæbóli, Sæmundssonar sýslum. að Hóli í Bolungarvík, Árnasonar.

Börn þeirra: Þóra átti Þorlák Þor(– – leifsson, Eggert á Kirkjubóli, Elín óg. og bl. (BB. Sýsl.; Saga Ísl. V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.