Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Stefánsson

(– – 2. dec. 1650)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Gíslason í Odda og kona hans Þorgerður Oddsdóttir prests í Gaulverjabæ, Halldórssonar. Hann var að námi innanlands og utan, er í Kh. 1597 og fekk þar Garðsstyrk 28. júlí s.á., hefir vígzt aðstoðarprestur föður síns um 1608–9 (orðinn prestur 1611), fekk Odda eftir hann um 1615, og hélt til æviloka, var og prófastur í Rangárþingi frá 25. apr. 1634 til æviloka.

Kona 1 (2. sept. 1604): Helga (sögð dáin árið 1610) Eiríksdóttir, Jakobssonar hins danska; áttu einn son, sem dó ungur,

Kona 2: Margrét Markúsdóttir sýslum. í Héraðsdal, Ólafssonar.

Börn þeirra: Markús sýslumaður að Ási í Holtum, Ragnheiður s.k. Hákonar Bjarnasonar, Hákonarall sonar, Helga bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.