Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Stadfeldt

(29. sept. 1753–23. nóv. 1840)

Birkidómari.

Foreldrar: Síra Ásgeir Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og f.k., hans Kristín Guðnadóttir prests í Nesþingum, Jónssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1771, stúdent 1775, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s. á., tók próf í heimspeki 1776, tók lögfræðapróf 31. mars 1781, með 1. einkunn, var síðan í rentukammeri, varð héraðsfógeti í Middelsom 1784, bæjarfógeti í Randers 1791, 7. dec. 1804 borgmeistari sst., varð þar nokkur óreiða í fjármálum bæjarins, og fekk hann lausn þar 13. okt. 1819, en varð samtímis birkidómari í Estrup, fekk lausn frá því starfi 1. júní 1831. Andaðist í Randers. Varð Dr. jur. í háskólanum í Göttingen 1801, justitsráð 25. júlí 1809. Eftir hann er pr.: De officio judicum inferiorum in Dania, Kh. 1801; Korografisk og ökonomisk Beskrivelse over Randers, Kh. 1804. Hann var tvíkvæntur, átti danskar konur, og eru af honum merkir menn í Danmörku.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.