Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Pálsson, „Mála-Snæbjörn“

(um 1677–1767)

Foreldrar: Páll sýslumaður Torfason að Núpi í Dýrafirði og kona hans Gróa Markúsdóttir sýslumanns að Ási í Holtum, Snæbjarnarsonar. Var nafnkunnur af málaferlum sínum við ýmsa meira háttar menn.

Var hjá föður sínum að Núpi í Dýrafirði 1703, lögréttumaður, bjó að Sæbóli á Ingjaldssandi.

Kona 1: Kristín Magnúsdóttir í Vigur, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús á Söndum, síra Markús í Flatey, Halldóra átti síra Bergsvein Hafliðason, síra Hákon á Álptamýri.

Kona 2: Ástríður Sigurðardóttir. Þeirra son: Torfi að Brekku í Dýrafirði (Manntal 1703; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.