Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Kristjánsson

(14. sept. 1854–15. júní 1938)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Kristján hreppstjóri Jónsson í Hergilsey og kona hans Ingibjörg Andrésdóttir í Gautsdal, Guðmundssonar. Bjó í Svefneyjum 1878–95, síðan í Hergilsey.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Nafnkenndur formaður, smiður góður. Ritstörf: Saga Snæbjarnar í Hergilsey, Ak. 1930.

Kona (1878): Guðrún Hafliðadóttir dbrm. í Svefneyjum, Eyjólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Kristján í Haga á Barðaströnd, Ólína Kristín átti síra Jón Þorvaldsson á Stað á Reykjanesi, Hafliði Þórður að Múla á Skálmarnesi, Jónas Jón kennari á Akureyri, Ingibjörg Guðrún (Ævisaga hans; Óðinn VII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.