Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Halldórsson

(1742–6. apr. 1820)

Prestur.

Foreldrar: Halldór byskup Bynjólfsson og kona hans Þóra Björnsdóttir prests Thorlaciuss í Görðum á Álptanesi. Tekinn í Hólaskóla 1759, stúdent 19. apr. 1765, fekk 1766 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni, fekk Þönglabakka 1. okt. 1767, vígðist 29. nóv. s.á., lét þar af prestskap í ársbyrjun 1779, varð 16. apr. s.á. djákn að Möðruvallaklaustri og bjó að Stóru Brekku, fekk Möðruvallaklaustursprestakall 15. mars 1781, bjó síðan að Ósi, fekk Grímstungur 7. nóv. 1798, fluttist þangað vorið 1799, sagði af sér prestskap þar 17. dec. 1808, frá fardögum 1809, en dvaldist þar til æviloka.

Kona (1765): Sigríður (f. um 1744, d. 27. maí 1821) Sigvaldadóttir prests að Húsafelli, Halldórssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður óg. og bl., síra Sigvaldi í Grímstungum, Snæbjörn í Forsæludal og víðar, Bríet átti fyrr Sæmund Jónsson að Haukagili í Vatnsdal, síðar Illuga Halldórsson að Beinakeldu og víðar, Ólafur fór til útlanda, Guðrún átti fyrr Jón Guðmundsson í Gerði á Svalbarðsströnd, síðar Þorberg Jónsson í Snæbjarnargerði og Söndum í Öxarfirði, Magnús í Héraðsdal og að Hofi í Skagafjarðardölum, Helga s. k. Einars Þórólfssonar í Kalmanstungu, Halldór var víða í Húnavatnsog Hegranesþingi, Margrét átti fyrst laundóttur (Margréti) með Ísleifi seka Jóhannessyni frá Breiðavaði, giftist síðan Ólafi Björnssyni á Auðólfsstöðum, Björn skósmiður í Þýzkalandi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.