Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Einarsson

(um 1651–4. sept. 1687)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Illugason á Reynivöllum og kona hans Guðríður Einarsdóttir í Ásgarði í Hvammssveit, Teitssonar. Vígðist 12. nóv. 1676 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 1685, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka.

Kona (1678). Þórunn (f. 1657, d. 1749) Sigurðardóttir lögréttumanns að Esjubergi, Núpssonar, Dætur þeirra 5 dóu í miklu bólu. Þórunn ekkja hans varð löngu síðar (1720) s.k. síra Jóns yngra Halldórssonar á Þingvöllum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.