Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Björnsson

(um 1648–1706)

Bartskeri.

Foreldrar: Síra Björn Snæbjarnarson á Staðastað og kona hans Þórunn Jónsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Sveinssonar. Hann fór utan 1668, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s.á., fékk góðan vitnisburð 13. mars 1673 hjá Ole Borch, prófessor í læknisfræði, enda hafði hann numið þá grein, kom til landsins 1673, bjó 1681 í Ytri Görðum í Staðarsveit, en síðan lengstum í Tjaldanesi, og þar er hann 1703. Ókv. Laundóttir (með Þórunni Þorsteinsdóttur): Jóhanna s.k. Þorvalds Jónssonar í Haukadal í Dýrafirði. Grunur lá á, að Snæbjörn væri faðir síra Jóns Pálssonar á Stað í Steingrímsfirði. (HÞ.; SGrBf.: Staðastaðaprestar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.