Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Björnsson

(12. maí 1800–17. jan. 1827)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Benediktsson í Hítardal og kona hans Solveig Ásgeirsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar, F. í Hítardal. Lærði 2 vetur hjá Birni Pálssyni (síðast presti á Þingvelli) og 1 vetur hjá móðurbróður sínum, síra Jóni Ásgeirssyni í Nesþingum.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1815, stúdent 1820, með heldur góðum vitnisburði. Var síðan 3 ár í þjónustu Sigurðar landfógeta Thorgrímsens og 2 ár Ólafs sýslumanns Finsens. Fekk Ofanleiti 31. dec. 1825, vígðist 5. febr. 1826 og hélt til æviloka.

Kona (20. júlí 1823): Ingibjörg (f, 3. febr. 1795) Jakobsdóttir í Kaupangi, Þorvaldssonar.

Börn þeirra: Sigríður átti síra Þorvald Böðvarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Jón sýslumaður í Höfn í Melasveit, Snæbjörn kaupmaður í Rv. Ekkja hans átti síðar Jón Vestmann í Vestmannaeyjum (Bessastsk.; Vitæ ord. 1826; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.