Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snæbjörn Arnljótsson

(2. apr. 1867–9. júlí 1940)

. Verzlunarstjóri o. fl. Foreldrar: Síra Arnljótur Ólafsson á Bægisá, síðar á Sauðanesi, og kona hans Hólmfríður Þorsteinsdóttir prests á Hálsi í Fnjóskadal, Pálssonar. Gagnfræðingur á Möðruvöllum. Vann um skeið á skrifstofu Gránufélagsins í Kh.

Gerðist verzlunarstjóri á Seyðisfirði um hríð. Verzlunarmaður hjá verzlun Örum á Wulffs á Þórshöfn 1896–98; verzlunarstjóri við sömu verzlun 1898 – 1917 og póstafgrm. Fluttist til Rv. 1917. Gerðist þá eftirlitsmaður með útibúum Landsbanka Íslands og gegndi því starfi, unz hann lét af því sökum aldurs. Kona (2. sept. 1907): Borghild (d. 17. nóv. 1918, 33 ára), dóttir Jens Hansens á Seyðisfirði, af norskum ættum; þau bl. Sonur hans áður en hann kvæntist (með Sigurlaugu Jónsdóttur): Björn kaupmaður IRVS(B1;0;f1").


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.