Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Þórarinsson

(13. nóv. 1840–6. apr. 1927)

Bóndi.

Foreldrar: Þórarinn Arnbjarnarson í Þorleifskoti í Flóa og kona hans Sigríður Magnúsdóttir frá Birtingaholti. Bjó lengstum að Læk í Flóa. Búsýslumaður, bætti vel hús og jörð, enda varð efnamaður. Þókti heppinn dýralæknir og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona: Hólmfríður (d.1890) Eiríksdóttir frá Túni í Flóa.

Börn þeirra, sem upp komust: Hólmfríður átti Vilhjálm Ásmundsson að Vogsósum, Þórarinn á Bjarnastöðum í Selvogi, Guðmundur að Læk (Óðinn XXIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.