Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Þorsteinsson

(17. öld)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Snorrason í Miðdal og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir í Úthlíð, Jónssonar. Er talinn í ættartölum útlærður úr skóla, en hafa misst réttindi til prestskapar vegna barneignar. Kemur fyrst við skjöl 1622, síðast 7. maí 1653. Hefir verið með móður sinni, er hún var ekkja í Úthlíð, er talinn í ættartölum hafa búið (síðar) í Grafningi, en síðast hefir hann átt heima undir Eyjafjöllum og kemur við dóma 1645 og 1653.

Kona 1: Hildur Þorsteinsdóttir.

Kona 2: Helga Jónsdóttir prests að Eyvindarhólum, Magnússonar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.