Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Þorgrímsson, goði

(10. og 11. öld)

Bjó að Helgafelli, síðar í Tungu í Sælingsdal.

Foreldrar: Þorgrímur Þorsteinsson Þþorskabíts (Þórólfssonar Mostrarskeggs) og kona hans Þórdís Súrsdóttir (systir Gísla).

Kona 1: Ásdís Styrsdóttir (Víga-Styrs), Þorgrímssonar.

Börn þeirra: Þórður kausi, Þóroddur, Þorsteinn, Guðlaugur munkur.

Kona 2: Þuríður Illugadóttir rauða að Hólmi innra á Akranesi. Dætur þeirra: Sigríður, Unnur (eða Auður) átti fyrr Víga-Barða Guðmundsson, síðar Sigurð Þórisson hunds í Bjarkey.

Kona 3: Hallfríður Einarsdóttir Þveræings.

Börn þeira: Klyppur, Halldóra átti Þorgeir úr Ásgarðshólum, Þórdís átti Bolla Bollason, Þorleikssonar, Guðrún átti Kolfinn (kálf) af Sólheimum, Halldór í Hjarðarholti (sjá þátt af honum), Máni, Eyjólfur, Þóra átti fyrr Keru-Bessa (son Halldórs í Hjarðarholti Ólafssonar pá), síðar Þorgrím sviða (Arnórsson kerlingarnefs?), Hallbera átti Þórð Víga-Sturluson, Þuríður spaka átti Gunnlaug Steinþórsson frá Eyri, Þorlákssonar, Þorleifur, Ólöf átti Jörund Þorfinnsson úr Straumfirði, Snorri. Launbörn Snorra: Þórður kausi (annar), Jörundur, Þórhildur. Snorri kemur víða við frásagnir og hefir verið manna djúpvitrastur, en harðlyndur nokkuð og átti deilur ýmsar framan af ævi, en varð því vinsælli, sem hann varð eldri. Eftir hann er 1 vísustúfur (sjá einkum Eyrb.; Laxd.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.