Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Ásgeirsson

(– – 1648)

Lögsagnari að Varmalæk,

Foreldrar: Síra Ásgeir Hákonarson að Lundi og s. k. hans Guðrún Snorradóttir. Bjó fyrst í Vatnsdal í Fljótshlíð og var þar lögsagnari a. m. k. 1609–11. Fluttist síðan að Varmalæk í Borgarfirði, var þar lengi lögréttumaður og lögsagnari í viðlögum.

Kona 1: Maren (d. 14. apr. 1607) Erasmusdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Villadssonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður á Hrafnseyri, síra Erasmus á Skúmsstöðum, Helga átti síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði, Guðrún s.k. síra Jóns Sigurðssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðrún yngri átti síra Jón Bergsson í Fljótshlíðarþingum, Guðlaug f.k. Pálma Henrikssonar.

Kona 2: Anna Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar, ekkja Guðmundar Þórðarsonar (lögm.).

Sonur þeirra: Síra Gunnlaugur á Stað á Reykjanesi (Bps. bmf. II; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.