Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Ásgeirsson

(um 1643–1717)

Prestur,

Foreldrar: Síra Ásgeir Einarsson í Tröllatungu og f. k. hans Sigríður Björnsdóttir að Múla á Skálmarnesi, Þorleifssonar. Lærði í Skálholtsskóla, vígðist 27. sept. 1668 að Kirkjubólsþingum á Langadalsströnd, sagði þar af sér prestskap 1688, varð síðan aðstoðarprestur föður síns, fekk Tröllatungu 3. júlí 1700, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka.

Kona: Gunnhildur (f. um 1648) Bjarnadóttir á Nauteyri, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Einar lögréttumaður að Heydalsá, Guðmundur á Efra Bóli, Steinunn átti Þórð Guðmundsson í Tungugróf, Guðríður, Helga átti Gunnlaug Pálsson, Gunnlaugssonar, Guðrún eldri átti Þorvarð Pálsson, Gunnlaugssonar, Guðrún yngri bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.