Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Snorri Sæmundsson
(23. okt. 1800–27. júlí 1844)
Prestur.
Foreldrar: Síra Sæmundur Einarsson að Útskálum og kona hans Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar. F. að Ásum í Skaptártungu. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1819, missti skólavist vegna barneignar (með Sigríði Þorkelsdóttur Bergmanns, er átt hafði Lárus Ottesen, en skilið við hann), fekk uppreisn 23. nóv. 1824, stúdent 1827, með tæpum meðalvitnisburði. Var síðan verzlunarmaður í Keflavík og að Grafarósi, fekk Desjarmýri 21. ág. 1837, vígðist 22. okt. s.á., var þó að Grafarósi næsta vetur og þjónaði þá að miklu leyti Hofskirkju á Höfðaströnd, fluttist að Desjarmýri vorið 1838 og hélt til æviloka.
Hann þókti í betra lagi gáfaður, ágætur söngmaður, hagmæltur (sjá Lbs.) og vel látinn.
Kona: Kristín (f. 24. ág. 1801, d. 11. apr. 1890) Gunnarsdóttir, Þorsteinssonar á Bjarnastöðum í Selvogi.
Börn þeirra: Lárus kaupmaður á Ísafirði, Ágústa s.k. Henriks kaupmanns Henckels á Flateyri, Ingibjörg átti Gísla Wium að Rangá, Eyvör átti Svein Magnússon í Gerðum í Garði, Guðrún átti Benedikt trésmið á Refsstöðum Jónsson prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, Elín (Bessastsk.; Vitæ ord. 1837; SGrBf.; HÞ.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Sæmundur Einarsson að Útskálum og kona hans Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar. F. að Ásum í Skaptártungu. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1819, missti skólavist vegna barneignar (með Sigríði Þorkelsdóttur Bergmanns, er átt hafði Lárus Ottesen, en skilið við hann), fekk uppreisn 23. nóv. 1824, stúdent 1827, með tæpum meðalvitnisburði. Var síðan verzlunarmaður í Keflavík og að Grafarósi, fekk Desjarmýri 21. ág. 1837, vígðist 22. okt. s.á., var þó að Grafarósi næsta vetur og þjónaði þá að miklu leyti Hofskirkju á Höfðaströnd, fluttist að Desjarmýri vorið 1838 og hélt til æviloka.
Hann þókti í betra lagi gáfaður, ágætur söngmaður, hagmæltur (sjá Lbs.) og vel látinn.
Kona: Kristín (f. 24. ág. 1801, d. 11. apr. 1890) Gunnarsdóttir, Þorsteinssonar á Bjarnastöðum í Selvogi.
Börn þeirra: Lárus kaupmaður á Ísafirði, Ágústa s.k. Henriks kaupmanns Henckels á Flateyri, Ingibjörg átti Gísla Wium að Rangá, Eyvör átti Svein Magnússon í Gerðum í Garði, Guðrún átti Benedikt trésmið á Refsstöðum Jónsson prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, Elín (Bessastsk.; Vitæ ord. 1837; SGrBf.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.