Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Sturluson

(1178–23. sept. 1241)

Sagnaritari, skáld.

Lögsögumaður 1215–18 og 1222–31. (Albræður hans Sighvatur, sjá þar ætt hans, og Þórður). Rit: Noregskonungasögur (og þá Egilssaga), Edda (orkti Háttatal o. fl.). Um ævi hans vísast (auk Sturl.) einkum í G. Storm: Sn. St. Historieskrivning, Kh. 1873, og Sigurður Nordal: Snorri Sturluson, Rv. 1920.

Kona 1: Herdís Bessadóttir prests hins auðga að Borg, Vermundarsonar.

Börn þeirra: Jón murti, Hallbera átti fyrr Árna óreiðu Magnússon í Brautarholti, síðar Kolbein unga Arnórsson.

Kona 2: Hallveig Ormsdóttir (Breiðbælings, Jónssonar í Odda, Loptssonar).

Ekki komust upp börn þeirra.

Launbörn Snorra (með Þuríði Hallsdóttur, Órækjusonar): Órækja, og kemur hann mjög við Sturl; (með Guðrúnu Hreinsdóttur, Hermundarsonar): Ingibjörg f. k. Gizurar jarls Þorvaldssonar, o. fl., er eigi komust úr barnæsku; (með Oddnýju): Þórdís s.k. Þorvalds Snorrasonar að Vatnsfirði; hún átti síðar dóttur með Oddi Ólasyni á Söndum og aðra með Ólafi Æðeyingi.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.