Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Norðfjörð

(24. ágúst 1819–17. sept. 1887)

Prestur.

Foreldrar: Jón skipherra Norðfjörð Jónsson (dbrm. í Njarðvík, Sighvatssonar) og f. k. hans Kristín Jónsdóttir í Narfakoti, Snorrasonar. F. í Höskuldarkoti í Njarðvíkum. Lærði undir skóla fyrst hjá síra Þorsteini Helgasyni í Reykholti, síðan síra Sigurði Br. Sívertsen að Útskálum.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1837, stúdent 1844 (74 st.). Bjó fyrst í Höskuldarkoti. Vígðist 24. júní 1849 aðstoðarprestur síra Péturs Jónssonar að Kálfatjörn og bjó í Þórukoti, varð 1851 aðstoðarprestur síra Árna Helgasonar í Görðum og bjó í Sviðholti. Fekk Goðdali 29. maí 1858, Reynisþing 15. sept. 1869, Hítarnes 19. okt. 1875 og var þar til æviloka (hafði fengið lausn frá prestskap 16. apr. 1887).

Var hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona (1846): Sigríður (d. 1896) Guðmundsdóttir stúdents í Hafnarfirði, Péturssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Kristín Oddbjörg átti Jakob Þorbergsson á Kolbeinsstöðum og í Rv., Ingigerður Anna átti Jóhann söðlasmið Jónsson, Sofía Sigríður óg., Jón í Lækjarbug, Gróa óg. (Vitæ ord. 1849; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.