Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(– – 1650)

.

Bóndi, smiður. Foreldrar: Jón Halldórsson í Kaupangi í Eyjafirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir lága, bryta í Skálholti, Ásgrímssonar. Bóndi á Hæringsstöðum í Flóa um 1620 – 1650. Smiður mikill. Var í fyrirbænda röð og nefndur í dóma í héraði. Börn hans, áður en hann kvæntist: Jón prestur „að Mosfelli í Grímsnesi, Jón á Eystri-Þurrá í Ölfusi og Halldóra, giftist vestur. Kona: Helga Örnólfsdóttir. Börn þeira voru: Kolbeinn bóndi í Seljatungu, Jón bóndi á Mið-Kekki, Hallfríður átti fyrr Svein Gíslason í Ölvesholti, en síðar Þórð Runólfsson á Stóra-Ámóti, og Gróa varð holdsveik (Bisk. II, 676–; Alþb. Ísl. V, 258, 354; Bréfab. Brynjólfs biskups 28. jan. 1675; Dómab. Árn. í maí 1667; Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, 88) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.