Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(um 1649–í ág. 1730)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Snorrason að Mosfelli í Grímsnesi og s.k. hans Jórunn Jónsdóttir prests að Skrauthólum, Oddssonar. Vígðist 29. nóv. 1685 aðstoðarprestur föður síns, fekk Mosfell 26. júní 1688, við uppgjöf hans, varð þar tvívegis fyrir sektum fyrir embættisafglöp, fekk Garða á Akranesi 1. febr. 1719 og hélt til æviloka.

Kona: Hallgerður (f. um 1651, enn á lífi í Heynesi 1736) Gottskálksdóttir prests í Miðdal, Oddssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Ormur að Reyðarvatni, Jón í Heynesi, Jórunn átti laundóttur með norskum sjómanni, Styrk Danielsen, sem var vetursetumaður að Mosfelli, af herskipinu Göteborg, sem strandaði á Hafnarskeiði 1718, Þórunn bl., Ásta er af sumum talin hafa átt laundóttur með Gunnari nokkurum (HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.