Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(um 1640– ?)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Magnússon á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Þorkatla Bjarnadóttir á Kirkjubóli, Jónssonar.

Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent 1665, vígðist 25. júní s.á. aðstoðarprestur föður síns, sérstaklega til þess að þjóna Hólssókn í Bolungarvík, fekk að vísu 1668 veiting fyrir Eyri í Skutulsfirði, en naut hennar ekki, því að 1669 missti hann prestskap fyrir barneign með Ragnhildi Torfadóttur prests á Kirkjubóli, Snæbjarnarsonar, og dó hún s.á. og barnið einnig. Mun hann ekki hafa fengið uppreisn eftir, en þó leitaði hann þess a.m.k. 1681.

Hann bjó á Kirkjubóli í Skutulsfirði, er á lífi 1703, d. fyrir 1710.

Kona (1685). Ástríður (f, um 1646, d. 1732) Jónsdóttir í Flatey, Torfasonar (hafði hún áður átt dóttur, Margréti, með Nikulási Bjarnasyni); þau bl. Launsonur síra Snorra (um 1692) með Guðrúnu Stefánsdóttur: Jón, og er hann á lífi 1703 á Kirkjubóli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.