Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(7. júlí 1848–18. jan. 1918)

Kaupmaður.

Foreldrar: Jón Pétursson í Hólárkoti í Svarfaðardal og kona hans Guðlaug Rögnvaldsdóttir að Hálsi í Svarfaðardal, Snorrasonar. Fór til Danmerkur um tvítugt og lagði stund á smíðar, einkum skipasmíðar, en að loknu prófi (eftir 3 ár) gerðist hann fyrst timburmaður á stórskipi um 4 ár og kom til hinna fjarlægustu landa, en síðan settist hann að á Akureyri og gerðist hinn stórvirkasti á húsa- og skipasmíðar um mörg ár. Setti einnig upp veræzlun mikla og rak mjög mikinn sjávarútveg. Sat lengi í bæjarstjórn. Rausnsamur maður og trygglyndur, gaf til dæmis Svarfaðardal 4500 kr. til styrktar iðnnemum.

Kona (11. nóv. 1877). Sigríður Lovísa (d. 20. nóv. 1907) Loptsdóttir í Sauðanesi á Upsaströnd, Jónssonar, Synir þeirra, sem upp komust: Rögnvaldur kaupm., Gunnar trésmiður (Óðinn XVIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.