Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(27. júní 1844–4. nóv. 1879)

Dýralæknir.

Foreldrar: Jón yngri Þorvarðsson í Papey og kona hans Rósa Snorradóttir prests í Heydölum, Brynjólfssonar. Tekinn í dýralæknaskólann í Kh. 1865, próf þaðan 1870. Varð þá dýralæknir Suðuramts til 1874, er menn þóktust ekki þurfa hans lengur.

Fluttist þá austur í Papey og bjó þar til æviloka. Rit pr.: Lýsing fjárkláðans, Rv. 1876; Um óþrif í sauðfé, Rv. 1876; auk þess greinir í Tidsskrift for Veterinærer (hlaut verðlaun fyrir eina), Heilbrigðistíðindum, Nýjum félagsritum, Víkverja, Þjóðólfi, Ísafold, Almanaki þjóðvinafél. Ókv. og bl. (Freyr, 30. árg.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.