Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Jónsson

(1683–í jan. 1756)

Prestur. Launsonur Jóns prests, síðar sýslumanns, síðast að Sólheimum í Sæmundarhlíð, Magnússonar, og Katrínar Snorradóttur á Hnappsstöðum í Laxárdal, Guðmundssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1702, stúdent 1705, var síðan í þjónustu Jóns byskups Vídalíns og aðstoðarmaður konrektors á vetrum, fór utan 1708, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. dec., s.á., tók guðfræðapróf 7. apr. 1710, með 2. einkunn, kom til landsins s. á., varð konrektor að Hólum 1711, rektor þar um nýár 1714, bjó fyrst að Reykjum í Hjaltadal, síðan 1 ár í Viðvík, fluttist þá aftur að Reykjum, fekk Helgafell 2. júlí 1717, en afsalaði sér því, með því að hann hafði fyrir nokkurum árum átt barn með konu sinni fyrir tímann, fekk uppreisn 19. maí 1719 og Helgafell aftur, vígðist í sept. 1719, en gegndi rektorsstörfum að Hólum veturinn 1719–20, tók við Helgafelli 1720, lét þar af prestskap 1753, fluttist þá að Odda og andaðist þar. Var prófastur í Snæfellsnessýslu 1720–38, er hann sagði af sér. Hann þókti manna bezt að sér, var læknir og latínuskáld (sjá Lbs.).

Kona (27. ág. 1713): Kristín (d.1752) Þorláksdóttir prests í Miklabæ, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Gunnlaugur að Helgafelli, Rósa átti fyrr síra Ísleif Pálsson í Nesþingum, síðar síra Nikulás Magnússon að Berufirði, síra Gísli í Odda, Helga óg. og bl., Jón sýslumaður í Hegranesþingi (Saga Ísl. VI; HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.