Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Ingimundarson

(um 1410 – um 1464 eða lengur)

.

Prestur. Faðir: Ingimundur Snorrason, Torfasonar á Ökrum (d. 1394), Koðranssonar, án efa Snorrasonar digra, Ingimundarsonar. Kona Snorra Torfasonar var Guðrún Styrsdóttir hins norska, Hallvarðssonar, Helgasonar hvíts, Símonarsonar; Helgi hvítur var mágur síra Hallvarðs Absalonssonar (Dipl. Norv.; Ísl. annálar; Dipl. Isl.). Síra Snorri hélt Akra á Mýrum 1436–44 eða lengur. Mun sá Snorri prestur í Stafholti, sem getið er í Dipl. Isl. VIT, 60. Líklega dáinn fyrir 1474. Sonur hans líklega: Þorvaldur prestur, faðir Hrafns, föður þeirra Egils á Varmalæk (1504) og Styrs, föður Þorvalds (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Annálar; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.