Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Hákonarson

(– – 1633)

Prestur. Foreldar: Síra Hákon Ásgeirsson í Kjalarnesþingum og kona hans Ragnheiður Steindórsdóttir. Er orðinn prestur 1615, líkl. í Ögurþingum, fekk Tröllatungu 1617 og hélt til æviloka, drukknaði hjá Ósi í Steingrímsfirði.

Kona (1627). Þorkatla Bjarnadóttir á Kirkjubóli í Önundarfirði, Jónssonar.

Börn þeirra: Bjarni, Rannveig. Laundóttir síra Snorra: Þuríður átti Odd Sigurðsson í Efra Hvítadal. Þorkatla ekkja síra Snorra átti síðar síra Jón Magnússon á Eyri í Skutulsfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.