Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Snorri Halldórsson
(18. okt. 1889 – 15. júlí 1943)
. Læknir.
Foreldrar: Halldór (d. 30. jan. 1924, 76 ára) Magnússon vinnuMaður á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu og kona hans Sigurbjörg (f. 29. júlí 1861) Snorradóttir í Fossgerði á Jökuldal, Guðmundssonar. Stúdent í Rv. 1913 með einkunn 5,4 (70 st.). Nam læknisfræði við háskólann í Kh. einn vetur, en síðan við Háskóla Íslands og lauk þar prófi 29. sept. 1919 með 1. eink. (158 st.). Settur héraðslæknir í Síðuhéraði "7. okt. 1919; var á sjúkrahúsum erlendis 1921–22. Veitt Síðuhérað 5. mars 1923. Sat á Breiðabólstað; var símstjóri þar frá 1929. Gegndi nokkrum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Sæmdur silfurmedalíu af frönsku stjórninni fyrir aðstoð við franska sjómenn. Ritstörf: Greinar í Læknablaði og víðar (sjá Lækn.). Kona 1 (1. júlí 1923): Þórey (f. 18. sept. 1888) Einarsdóttir á Hömrum í Eyjafirði, Jónssonar; þau skildu.
Synir þeirra: Snorri læknir, Halldór, Kona 2 (19. sept. 1928): Guðbjörg (f. 3. okt. 1909) Tómasdóttir í Vík í Mýrdal, Jónssonar. Börn þeirra: Sigurbjörg, Guðmundur, Egill (Lækn. o.fl.).
. Læknir.
Foreldrar: Halldór (d. 30. jan. 1924, 76 ára) Magnússon vinnuMaður á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu og kona hans Sigurbjörg (f. 29. júlí 1861) Snorradóttir í Fossgerði á Jökuldal, Guðmundssonar. Stúdent í Rv. 1913 með einkunn 5,4 (70 st.). Nam læknisfræði við háskólann í Kh. einn vetur, en síðan við Háskóla Íslands og lauk þar prófi 29. sept. 1919 með 1. eink. (158 st.). Settur héraðslæknir í Síðuhéraði "7. okt. 1919; var á sjúkrahúsum erlendis 1921–22. Veitt Síðuhérað 5. mars 1923. Sat á Breiðabólstað; var símstjóri þar frá 1929. Gegndi nokkrum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Sæmdur silfurmedalíu af frönsku stjórninni fyrir aðstoð við franska sjómenn. Ritstörf: Greinar í Læknablaði og víðar (sjá Lækn.). Kona 1 (1. júlí 1923): Þórey (f. 18. sept. 1888) Einarsdóttir á Hömrum í Eyjafirði, Jónssonar; þau skildu.
Synir þeirra: Snorri læknir, Halldór, Kona 2 (19. sept. 1928): Guðbjörg (f. 3. okt. 1909) Tómasdóttir í Vík í Mýrdal, Jónssonar. Börn þeirra: Sigurbjörg, Guðmundur, Egill (Lækn. o.fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.