Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Bárðarson

(um 1110 –um 1160)

. Skáld. Foreldrar: Bárður Atlason hinn svarti, skáld í Selárdal, og kona hans Birna Aronsdóttir af Ingólfs ætt, Snorrasonar. Móðir Birnu hefir verið Margrét Þórðardóttir, Klængssonar, Örnólfssonar, Þórólfssonar (líki. = Þórálfs sterka á Myrká, Þorbjarnarsonar skólms). Margrét er ranglega sögð kona Bárðar svarta í Þórðarsögu hreðu.

Snorri telst skáld Eysteins konungs, Haraldssonar gilla (Fornmannasögur VI, 356; Morkinskinna (F.J.) 447). Kona 1: Cecilia Ásgeirsdóttir. Sonur þeirra: Bárður. Kona 2: Cecilia Hafþórsdóttir. Dætur þeirra: Þorlaug, Úrsúla átti Svein Sturluson. Launbörn Snorra: Eilífur skáld og Tófa, sem verið hefir fyrri kona Jóns prests Brandssonar, Bergþórssonar; dóttir þeirra: Sæunn, er SkarðsSnorri átti, og fekk hann því Reykhóla (Sturl.; Landn.; Þórðar saga hreðu) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.