Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Brynjólfsson

(29. dec. 1789–23. febr. 1851)

Prestur.

Foreldrar: Síra Brynjólfur Gíslason prestur í Heydölum og kona hans Kristín Nikulásdóttir prests að Berufirði, Magnússonar, F. að Ósi í Breiðdal. Lærði fyrst hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla (efra bekk) 1809, stúdent 1811, með ágætum vitnisburði, varð síðan skrifari Geirs byskups Vídalíns, vígðist 12. sept. 1813 aðstoðarprófastur föður síns 1814–17, er hann lét af því starfi. Gáfumaður og vel að sér um flest, hagmæltur, lipur kennimaður, hagleiksmaður, hraustmenni og fimur með afburðum, en drykkfelldur allmjög og þá stundum svakafenginn, en þó vel látinn.

Með honum þraut karllegg 4 Heydalapresta, er þar sátu um 125 ár, en sama ættin (með venzlum) hafði verið þar frá dögum síra Einars skálds Sigurðssonar.

Kona (12. septbr. 1814): Þóra (f. 4. júlí 1787, d. 5. septbr. 1858) Björnsdóttir prests að Setbergi, Þorgrímssonar, ekkja Ólafs læknis Brynjólfssonar að Brekku í Fljótsdal.

Börn þeirra síra Snorra, er upp komust: Rósa átti Jón yngra Þorvarðsson í Papey, Kristín átti Högna járnsmið Gunnlaugsson að Skriðu í Hörgárdal, Ólafur fór utan 1838 að nema dönsk lög, drukknaði, Brynjólfur stúdent, Björn trésmiður að Brekkuborg í Breiðdal (Bessastaðaskýrslur; Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.