Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snorri Björnsson

(7. dec. 1744–22. júní 1807)

Prestur. Foreldar: Síra Björn Jónsson í Stærra Árskógi og s.k. hans Hildur Árnadóttir, Jónssonar.

Tekinn í Hólaskóla 1762, stúdent 1767, bjó frá 1768 á Skriðulandi í Kolbeinsdal, fekk Ríp 1770, vígðist 24. júní s. á., fekk Hofstaðaþing 8. okt. 1786, flutti þangað vorið 1787 og hélt til æviloka, bjó á Hjaltastöðum.

Kennimaður góður og vel látinn, maður hæglátur og góðglaður; fórust honum öll prestsverk jafnan snoturlega; þókti yfirleitt ágætur maður og var vinsæll,

Kona (15. febr. 1768): Steinunn (d. 1808) Sigurðardóttir, Sigurðssonar lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Árni að Tjörn í Svarfaðardal, Sigurður sýslumaður að Giljá, Jón í Klömbur, Sigríður átti síra Jón Reykjalín á Ríp (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.