Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snjólfur Hrafnsson

(15. og 16. öld)

Lögréttumaður að Ási í Fellum. Er sumstaðar talinn sýslumaður í Múlaþingi, en ekki eru kunnir dómar frá honum; þá er hann nefndur „bóndi“ í skjölum. Enn á lífi 1544.

Foreldrar: Hrafn lögmaður Brandsson eldri og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir, Arnfinnssonar.

Óvíst er um konu Snjólfs, en börn þeirra voru: Eiríkur að Ási í Fellum, Ásbjörn (mun óvíst), Salgerður s.k. Vigfúsar lögmanns Erlendssonar. 2. kona Snjólfs er að jafnaði talin: Salný Pálsdóttir, systir Ögmundar byskups, en Ögmundur byskup hefir enga systur átt með því nafni, aftur hét móðursystir hans svo og átti Snjólf Brandsson að Óslandi, föðurbróður Snjólfs að Ási (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.