Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snjólfur Björnsson

(um 1650–1731)

Prestur, Foreldrar (HÞ.): Björn Hermannsson og kona hans Margrét Bjarnadóttir silfursmiðs í Berunesi, Jónssonar. Er í Skálholtsskóla veturinn 1665–6 og enn 1670–1, hefir líkl. orðið stúdent 1672, vígzt líkl. 1675 aðstoðarprestur síra Guðmundar Guðmundssonar að Hofi í Álptafirði, fekk Stöð 31. mars 1680, lét þar af prestskap algerlega 1724, efnalaus með öllu, enda staðurinn kominn í niðurníðslu.

Kona: Úlfheiður Guðmundsdóttir prests að Hofi í Álptafirði, Guðmundssonar.

Börn þeirra: (líkl.) Björn vinnumaður að Gilsá 1703, Hávarður, Þórunn, Mekkín; sumir telja og Sigurð (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.