Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Snjólfur Bjarnason

(– – 1649)

Prestur, Hann hefir vígzt 1606, líkl. að Ási í Fellum, enda hélt hann það prestakall til æviloka.

Kona: Arndís Þorvarðsdóttir prests í Vallanesi, Magnússonar.

Börn þeirra: Bjarni að Staffelli, Eiríkur (líkl. í Geitavík), Þórður, Magnús í Geitdal, Vilborg. Sumir telja dóttur síra Snjólfs (með Þórdísi Jónsdóttur siglingamanns): Kristínu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.