Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúta (Víga-Skúta) Áskelsson

(10. öld)

Bóndi á Skútustöðum.

Foreldrar: Áskell goði Eyvindsson og kona hans (ónefnd) Grenjaðardóttir, Hrappssonar.

Kona: Þorlaug ' Glúmsdóttir (Víga-Glúms); þau slitu samvistir. Síðar átti hún Eldjárn milda Áskelsson, síðast Arnór kerlingarnef Bjarnarson, Höfða-Þórðasonar.

Sonur hans: Kolur (Nj.). Skúta var mikilmenni, enginn jafnaðarmaður og er einn aðalmanna í Reykd., sem einnig oft er kennd við þá frændur, Vémund kögur og hann (sjá og Vígagl. og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.