Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Skúli Þórðarson
(um 1764–8. sept. 1853)
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Þórður Einarsson að Stóru Borg og kona hans Ingibjörg Hafsteinsdóttir á Bergsstöðum á Vatnsnesi, Skúlasonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 11. maí 1793, með allgóðum vitnisburði, bjó frá því um 1796 að Stóru Borg og andaðist þar. Hætti að svara guðfræðaspurningum um 1810 og mun aldrei hafa sókt um prestsembætti. Hann var efnaður maður, smiður góður, vel metinn.
Kona (8. okt. 1796). Kristín (f. um 1770, d. 25. júlí 1846) Jónsdóttir í Hvammi í Vatnsdal, Pálssonar.
Börn þeirra: Anna fyrsta kona síra Þorvarðs Jónssonar að Kirkjubæjarklaustri, Ingibjörg f. k. Jóns Bjarnasonar í Þórormstungu, Jón að Haukagili í Vatnsdal, Einar hreppstjóri að Stóru Borg, Steinvör átti Jón hreppstjóra Sigurðsson að Lækjamóti, Kristín átti Þórð Oddsson á Titlingastöðum (HÞ.).
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Þórður Einarsson að Stóru Borg og kona hans Ingibjörg Hafsteinsdóttir á Bergsstöðum á Vatnsnesi, Skúlasonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 11. maí 1793, með allgóðum vitnisburði, bjó frá því um 1796 að Stóru Borg og andaðist þar. Hætti að svara guðfræðaspurningum um 1810 og mun aldrei hafa sókt um prestsembætti. Hann var efnaður maður, smiður góður, vel metinn.
Kona (8. okt. 1796). Kristín (f. um 1770, d. 25. júlí 1846) Jónsdóttir í Hvammi í Vatnsdal, Pálssonar.
Börn þeirra: Anna fyrsta kona síra Þorvarðs Jónssonar að Kirkjubæjarklaustri, Ingibjörg f. k. Jóns Bjarnasonar í Þórormstungu, Jón að Haukagili í Vatnsdal, Einar hreppstjóri að Stóru Borg, Steinvör átti Jón hreppstjóra Sigurðsson að Lækjamóti, Kristín átti Þórð Oddsson á Titlingastöðum (HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.