Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Þorvarðsson

(31. okt. 1831–3. júlí 1909)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Þorvarður Jónsson á Prestbakka á Síðu og fyrsta kona hans Anna Skúladóttir stúdents að Stóru Borg, Þórðarsonar, Bjó á Miðgrund undir Eyjafjöllum 1859–64, á Fitjarmýri sst. 1864–85, að Berghyl í Hrunamannahreppi 1885–1903, í Austurey í Laugardal 1903–9. 2. þm. Rang. 1881–5, 2. þm. Árn. 1886–91.

Kona (28. jan. 1859): Elín (d. 1907) Helgadóttir að Steinum, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Skúli í Austurey, Anna átti Högna Ketilsson í Keflavík, Helga átti Oddleif Jónsson í Langholtskoti í Hrunamannahrepp (Alþingismannatal; lagfært eftir Þjóðólfi 1909, bls. 116).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.