Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Þorsteinsson, skáld

(10. og 11. öld)

Hirðmaður, síðast bóndi að Borg á Mýrum.

Foreldrar: Þorsteinn að Borg Egilsson skálds, Skalla-Grímssonar, og kona hans Jófríður Gunnarsdóttir, Hlífarsonar. Var með Eiríki jarli Hákonarsyni og barðist með honum í Svoldrarorrustu, og er til brot úr kvæði um hana eftir hann (Sn.-E. AM., Heimskr.), en ella einungis brot úr lausavísu (Sn.-E. AM.).

Kona: Bera Ormsdóttir á Hvanneyri, Koðránssonar að Giljá.

Börn þeirra: Egill, Geirlaug, og er margt af þeim komið (Landn.; Eg.; Gunnl.; Bandamannas.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.