Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Þorláksson

(1635–14. sept. 1704)

Prestur.

Foreldrar: Þorlákur byskup Skúlason og kona hans Kristín Gísladóttir lögmanns, Hákonarsonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1654, fór utan s. á., var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. júní 1655, er kominn til landsins aftur eigi síðar en sumarið 1657, er talinn hafa verið millibilsrektor að Hólum veturinn 1660, fekk Grenjaðarstaði 1659, fluttist þangað 1660 og hélt til æviloka, var og prófastur þar jafnlengi. Var einn fyrirpresta sinnar tíðar, var stundum í yfirreiðum fyrir Gísla byskup, bróður sinn; var maður stórauðugur. Hann hefir safnað merkum skjölum í bók (í AM.).

Kona 1 (22. sept. 1661): Guðrún Benediktsdóttir sýslumanns á Seylu, Halldórssonar; þau bl.

Kona 2 (kaupmáli 24. sept. 1676): Elín (f. 1. nóv. 1657, d. 10. febr. 1699) Sigurðardóttir sýslumanns á Skútustöðum, Magnússonar (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 7. júlí 1675).

Börn þeirra, er upp komust: Síra Þorlákur á Grenjaðarstöðum, Sigurður Hólaráðsmaður, Benedikt stúdent, Sigríður óg. og bl., Margrét átti Halldór sýslumann Einarsson í Þingeyjarsýslu, Jórunn átti Brynjólf sýslumann Thorlacius að Hlíðarenda. Öll þessi börn síra Skúla dóu í miklu bólu, nema Jórunn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.