Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Skúli Tómasson
(7. júní 1775–31. okt. 1859)
Prestur.
Foreldrar: Síra Tómas Skúlason á Grenjaðarstöðum og f.k. hans Álfheiður Einarsdóttir prests að Kirkjubæjarklaustri, Hálfdanarsonar. F. í Saurbæ í Eyjafirði. Hann átti barn 15 ára (sjá síðar), fekk uppreisn 1793.
Lærði fyrst hjá föður sínum, en frá 1791 hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, stúdent úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni 7. júní 1796, vígðist 8. júlí 1798 aðstoðarprestur síra Sigfúsar Jónssonar að Höfða, fekk (án umsóknar), 25. ág. 1803 Nes, fluttist þangað vorið 1804, fekk Múla 9. okt. 1816, fluttist þangað vorið 1817 og hélt til æviloka. Söngmaður góður, en ekki mikill ræðumaður, þókti stundum nokkuð fákænn, en góðmenni og gæflyndur.
Kona (11, okt. 1798): Þórvör (f. um 1771, d. 18. júní 1862) Sigfúsdóttir prests og skálds að Höfða, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún óg. og bl., Sigfús sýslumaður í Þingeyjarsýslu, Sigríður f. k. Sveins Sveinssonar á Sleitustöðum, Helga átti fyrr Kristján Arngrímsson á Sigríðarstöðum, varð síðar s.k. Benedikts Indriðasonar sst., Tómas í Búlandsnesi og víðar, Álfheiður óg. og bl., Þórvör átti síra Magnús Jónsson á Grenjaðarstöðum, Sofía átti Svein Jónsson að Syðra Fjalli. Launsonur síra Skúla (17. sept. 1790, sjá að framan) með Vilborgu Runólfsdóttur (er síðar átti Kristján Helgason í Presthvammi): Jón bjó síðast í Tumsu, d. þar 23. nóv. 1855 (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Tómas Skúlason á Grenjaðarstöðum og f.k. hans Álfheiður Einarsdóttir prests að Kirkjubæjarklaustri, Hálfdanarsonar. F. í Saurbæ í Eyjafirði. Hann átti barn 15 ára (sjá síðar), fekk uppreisn 1793.
Lærði fyrst hjá föður sínum, en frá 1791 hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, stúdent úr heimaskóla frá Páli rektor Hjálmarssyni 7. júní 1796, vígðist 8. júlí 1798 aðstoðarprestur síra Sigfúsar Jónssonar að Höfða, fekk (án umsóknar), 25. ág. 1803 Nes, fluttist þangað vorið 1804, fekk Múla 9. okt. 1816, fluttist þangað vorið 1817 og hélt til æviloka. Söngmaður góður, en ekki mikill ræðumaður, þókti stundum nokkuð fákænn, en góðmenni og gæflyndur.
Kona (11, okt. 1798): Þórvör (f. um 1771, d. 18. júní 1862) Sigfúsdóttir prests og skálds að Höfða, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún óg. og bl., Sigfús sýslumaður í Þingeyjarsýslu, Sigríður f. k. Sveins Sveinssonar á Sleitustöðum, Helga átti fyrr Kristján Arngrímsson á Sigríðarstöðum, varð síðar s.k. Benedikts Indriðasonar sst., Tómas í Búlandsnesi og víðar, Álfheiður óg. og bl., Þórvör átti síra Magnús Jónsson á Grenjaðarstöðum, Sofía átti Svein Jónsson að Syðra Fjalli. Launsonur síra Skúla (17. sept. 1790, sjá að framan) með Vilborgu Runólfsdóttur (er síðar átti Kristján Helgason í Presthvammi): Jón bjó síðast í Tumsu, d. þar 23. nóv. 1855 (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.