Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Thoroddsen (Skúlason)

(24. mars 1890–24. júlí 1917)

Málflm.

Foreldrar: Skúli bæjarfógeti og ritstjóri Thoroddsen og kona hans Theodóra Guðmundsdóttir prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Einarssonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1902, stundaði jafnan nám utanskóla, stúdent 1908, með 1. einkunn (88 st.), stundaði nám í lögfræði í háskólanum í Kh. og (frá 1912) í háskóla Íslands, lauk þar prófi 1914, með 1. einkunn (125 st.), var síðan málflm. á Ísafirði og einkum í Rv., hafði og bifbátsútgerð. Gáfaður maður og hagmæltur. Þm. N.Ísf. 1916–17. Dóttir hans (með Guðrúnu Skúladóttur kaupm. á Ísafirði, Einarssonar, er síðar átti danskan verzlunarmann, Pedersen, í Rv.): Unnur átti danskan lyfjafræðing (Pedersen) í Kh. (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.