Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Thoroddsen (Jónsson)

(6. jan. 1859–21. maí 1916)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón sýslumaður Thoroddsen að Leirá og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir umboðsmanns í Hrappsey, Sívertsens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1873, stúdent 1879, með 1. einkunn (85 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 19. jan. 1884, með 1. einkunn (99 st.). Var 1884 settur málflm. í landsyfirdómi, 26. ág. s. á. settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði, fekk það embætti 6. okt. 1885. Var vikið frá embætti um stundar sakir 15. sept. 1892, fekk lausn með eftirlaunum 31. maí 1895, enda hafði hann þá unnið fyrir hæstarétti mál, sem landstjórnin hafði höfðað gegn honum 1892 fyrir dómsafglöp, er hún taldi hann hafa framið. Var síðan um hríð kaupmaður á Ísafirði. Keypti Bessastaði 1901 og bjó þar, en fluttist til Rv. 1908 og var þar til æviloka. Var í sambandslaganefnd 1907–8 o. fl. merkum nefndum. R. af dbr. 8. júlí 1907. 1. þm. Eyf. 1891, þm. Ísf. 1893–1902, þm. N.-Ísf. 1903–15.

Ritstjóri Þjóðviljans 1887–1915, Sköfnungs 1902. Stýrði prentsmiðju, sem hann átti, á Ísafirði, Bessastöðum og í Rv.

Kona (1884): Theodóra (f. 1. júlí 1863) Guðmundsdóttir prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Unnur átti Halldór Georg lækni Stefánsson, Guðmundur prófessor í læknisfræði, Skúli málflm. og alþm., Þorvaldur fór til Vesturheims, Kristín Ólína yfirhjúkrunarkona í Rv., Jón lögfræðingur, Ragnhildur átti Pálma rektor Hannesson, Bolli bæjarverkfr. í Rv., Sigurður verkfr. í Rv., Sverrir bankaritari í Rv., María Kristín átti Harald lækni Jónsson í Vík í Mýrdal, Katrín læknir í Rv. (Sunnanfari XTI; Andvari, 45. árg.; BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.