Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Thorlacius (Brynjólfsson)

(28. febr. 1716–8. mars 1736)

Stúdent.

Foreldrar: Brynjólfur sýslumaður Thorlacius að Hlíðarenda og s.k. hans Jórunn Skúladóttir prests á Grenjaðarstöðum, Þorlákssonar.

Lærði hjá ýmsum, síðast hjá síra Þorleifi Skaftasyni að Múla, stúdent frá honum úr heimaskóla vorið 1734, var næsta vetur hjá foreldrum sínum, fór utan 1735, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 20. dec. s. á. og andaðist þar úr lungnabólgu, ókv. og bl. (Útfm. í hdr. í Lbs. og þjóðskjalas.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.