Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Thorarensen

(28. mars 1805–1. apríl 1872)

Læknir.

Foreldrar: Vigfús sýslumaður Þórarinsson að Hlíðarenda og kona hans Steinunn Bjarnadóttir landlæknis, Pálssonar. Stúdent úr heimaskóla 1824. Bjó síðan um hríð á Hlíðarenda. Tók próf í handlækningum í háskólanum í Kh. 22. apr. 1834, með 2. einkunn betri, varð héraðslæknir í austurhluta Suðuramts 4. júní 1834, fekk lausn frá því embætti 17. apr. 1869, var alþm, Rangæinga 1845, r. af dbr. 6. okt. 1862, kanzellíráð 17. apr. 1869, bjó að Móeiðarhvoli og andaðist þar. Búhöldur góður, höfðinglegur svo af bar, hraustur og dugmikill, hrókur alls fagnaðar (FJ. á Kerseyri: Minnisblöð).

Kona 1 (29. sept. 1836): Sigríður (f. 14. apr. 1804, d. 12. jan. 1852) Helgadóttir konrektors að Móeiðarhvoli, Sigurðssonar; þau bl.

Kona 2 (5. okt. 1852): Ragnheiður (f. 18. mars 1834, d. 2. apr. 1913) Þorsteinsdóttir prests í Reykholti, Helgasonar, bróðurdóttir f. k. hans.

Börn þeirra: Þorsteinn að Móeiðarhvoli, Sigfús í Hróarsholti, Grímur í Kirkjubæ á Rangárvöllum, Bjarni drukknaði í Markarfljóti ókv. og bl., Hannes forstöðumaður áfengisverzlunar ríkisins, Sigríður átti Jón hreppstjóra Árnason í Vestra Garðsauka, Kristín átti Boga lækni Pétursson í Kirkjubæ, Steinunn átti síra Magnús kennaraskólastjóra Helgason, Ragnheiður átti Matthías kaupmann Matthíasson í Holti í Rv. (Tímarit bmf. III; Lækn.; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.