Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Skúli Skúlason
(26. apr. 1861–28. febr. 1933)
Prestur.
Foreldrar: Síra Skúli Gíslason á Breiðabólstað í Fljótshlíð og k. h. Guðrún Þorsteinsdóttir prests í Reykholti, Helgasonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 1. einkunn (94 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 1. einkunn (49 st.).
Fekk Odda 28. dec. 1886, vígðist 15. maí 1887, fekk þar lausn frá prestskap 25. febr. 1919 frá fardögum það ár. Fluttist til Rv. og var starfsmaður í fjármálaráðuneyti til æviloka. Prófastur í Rangárþingi 1913–18, póstafgreiðslumaður, „sýslunefndarmaður, amtsráðsmaður. R. af fálk. Ritg.: 3 hugvekjur í 100 hugvekjum; Verði ljós, 1. árg.; þýðing í Iðunni, N.F.
Kona (15. júní 1887): Sigríður Helgadóttir lektors, Hálfdanarsonar.
Börn þeirra: Skúli ritstjóri, Helgi augnlæknir, Páll ritstjóri, Anna Sofía; Þórhildur og Guðrún dóu uppkomnar (Prestafélagsrit 1933; Óðinn XXVII; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Skúli Gíslason á Breiðabólstað í Fljótshlíð og k. h. Guðrún Þorsteinsdóttir prests í Reykholti, Helgasonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1884, með 1. einkunn (94 st.), próf úr prestaskóla 1886, með 1. einkunn (49 st.).
Fekk Odda 28. dec. 1886, vígðist 15. maí 1887, fekk þar lausn frá prestskap 25. febr. 1919 frá fardögum það ár. Fluttist til Rv. og var starfsmaður í fjármálaráðuneyti til æviloka. Prófastur í Rangárþingi 1913–18, póstafgreiðslumaður, „sýslunefndarmaður, amtsráðsmaður. R. af fálk. Ritg.: 3 hugvekjur í 100 hugvekjum; Verði ljós, 1. árg.; þýðing í Iðunni, N.F.
Kona (15. júní 1887): Sigríður Helgadóttir lektors, Hálfdanarsonar.
Börn þeirra: Skúli ritstjóri, Helgi augnlæknir, Páll ritstjóri, Anna Sofía; Þórhildur og Guðrún dóu uppkomnar (Prestafélagsrit 1933; Óðinn XXVII; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.