Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Nordahl (Magnússon)

(5. janúar 1842–1. júní 1881)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson í Meðallandsþingum og kona hans Rannveig Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1856, stúdent 1862, með 1. einkunn (92 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 13. jan. 1869, með 2. einkunn í báðum prófum. Vann síðan í skrifstofu landfógeta, fekk Snæfellsnes- og Hnappadalssýslur 22. maí 1871, var þar í Stykkishólmi, Dalasýslu 5. nóv. 1877, tók við henni um vorið og hélt til æviloka. Andaðist í Dagverðarnesi, ókv. og bl. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.