Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Magnússon

(1623–13. dec. 1711)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson að Mælifelli og f. k. hans Ingunn Skúladóttir (systir Þorláks byskups).

Tekinn í Hólaskóla 1636, stúdent 1642, var síðan í þjónustu Þorláks byskups, vígðist 1645 aðstoðarprestur síra Sigurðar Jónssonar í Goðdölum, fekk prestakallið eftir hann 1662 og hélt til æviloka. Mikilhæfur maður, nokkuð hrokafullur, var frægur ræðumaður, svo að fólk kom langt að til þess að heyra kenningar hans.

Kona (12. apr. 1646): Arnþrúður (d. 1681, 71 árs) Björnsdóttir á Kálfsstöðum, Arnbjarnarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Einar í Garði, síra Björn í Miklabæ, Steinunn átti síra Magnús Sigurðsson á Bergsstöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.