Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Magnússon

(12. dec. 1711–9. nóv. 1794)

Landfógeti.

Foreldrar: Síra Magnús Einarsson í Húsavík og kona hans Oddný Jónsdóttir, Árnasonar.

Lærði fyrst hjá föður sínum, en síðan hjá stjúpföður sínum, síra Þorleifi Skaftasyni að Múla, og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 26. mars 1731, með ágætum vitnisburði, hafði hann um nokkur sumur verið skrifari Benedikts lögmanns Þorsteinssonar, fór utan 1732, lagðist í Kh. í bólusótt, var þó skráður í stúdentatölu í háskólanum þar 19. dec. s. á., lagði stund á lögfræði, en tók eigi próf, aflaði sér nokkurra tekna með uppskriftum og þýðingum íslenzkra skjala, fekk Austur-Skaftafellssýslu 15. febr. 1734, kom til landsins samsumars, settur einnig sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu í júní 1735 fram á árið 1736, átti þá heima í Bjarnanesi, var honum þá kennt launbarn, er hann sór fyrir, síðar annað með konu þeirri, er hann kvæntist síðar, fór utan 1736, fekk Hegranesþing 14. apr. 1737, kom til landsins samsumars, settist að fyrst að Hofi, síðan í Gröf á Höfðaströnd, en bjó frá 1741 á Ökrum, þókti brátt hinn atkvæðamesti maður, var jafnframt ráðsmaður Hólastóls 1741–6, varð landfógeti 9. dec. 1749, fyrstur Íslendinga, settist að í Viðey 1751 og var þar til æviloka, en hafði fengið lausn frá embætti 17. apr. 1793, með eftirlaunum. Við hann eru á landfógetaárum hans bundnar hinar mestu framkvæmdir: Iðnaðarverksmiðjurnar í Rvík, verzlunarumbætur o.m. fl, Hann var þrekmikill, nokkuð harðlyndur, hafði það til að vera brögðóttur, en vinfastur og þrautgóður, drykkfelldur og þá svakalegur, vel gefinn og vel að sér, hagmæltur (sjá Lbs. og Sunnanfara), átti jafnan deilur við ýmsa hina æðstu menn landsins og kaupmenn. Pr. er eftir hann: Stutt ágrip um... garnspuna, Kh. 1754, Svar paa

. Islandophilus, Kh. 1772; ritgerðir í lærdómslistafélagsritum; lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu í ritum félagsins „Ingólfs“ (fyrir þá ritgerð fekk hann heiðurspening úr gulli frá landbúnaðarfélagi Dana). Í handritum eru eftir hann ýmsar ritgerðir og tillögur um veræzlun, búnað, hagfræði o. fl. og jarðabók mikil (Lbs., Þjóðskjalas.; ríkisskjalasafn Dana).

Kona (7. sept. 1738): Guðrún (f. 1709, d. 1785), laundóttir síra Björns Thorlaciuss í Görðum á Álptanesi.

Börn þeirra: Jón aðstoðarlandfógeti, Guðrún eldri átti Jón sýslumann Snorrason í Hegranesþingi, Björn skipasm. í Kh., Rannveig átti Bjarna landlækni Pálsson, Guðrún yngri átti Jón sýslumann Arnórsson í Sæfellsnessýslu, Oddný átti síra Hallgrím Jónsson í Görðum á Akranesi, Halldóra átti Hallgrím lækni Bachmann (JJ. Aðils: Sk, M. landf.; Saga Ísl. VI; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.