Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Illugason

(um 1630–1689)

Bóndi.

Foreldrar: Illugi Hólaráðsmaður Jónsson og kona hans Halldóra Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla og hefir líkl. orðið stúdent þaðan, fór til Kh. um 1660, sinnti ekki bóklærdómi, heldur lærði trésmíðar, og er hann var aftur kominn til landsins, vann hann að smíðum á ýmsum stöðum í landinu. Bjó fyrst í Sauðanesi á Upsaströnd, en síðar í Hrísey. Hann átti illdeilur við Jón klausturhaldara Eggertsson (sjá alþb. 1675 o. fl. skjöl).

Kona: Guðríður (f. um 1647, býr að Kamphóli 1703) Þorvaldsdóttir í Hrísey, Gunnlaugssonar.

Börn þeirra: Hallgrímur dó bl. í bólunni miklu, Halldóra bl., Helga miðkona síra Þórarins Jónssonar í Nesi, Guðrún átti fyrst Björn Arnþórsson á Skriðulandi í Hörgádal, síðan Ólaf Jónsson á Jórunnarstöðum, síðast Þórð Pálsson að Möðrufelli (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.